Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 19. júlí 2024 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katla Tryggva spáir í 13. umferð Bestu deildar kvenna
Katla Tryggvadóttir í sínum fyrsta landsleik með Íslandi.
Katla Tryggvadóttir í sínum fyrsta landsleik með Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sandra María er langmarkahæst í Bestu deildinni með 15 mörk.
Sandra María er langmarkahæst í Bestu deildinni með 15 mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Kristín Dís Árnadóttir gerði sér lítið fyrir og var með fimm rétta þegar hún spáði í tólftu umferð Bestu deildar kvenna á dögunum. Hún var þar af með tvö hárrétt úrslit.

Þær eru núna tvær sem hafa náð fimm hárréttum í sumar, Kristín Dís og Guðrún Arnardóttir.

Verður Katla Tryggvadóttir sú þriðja? Nýjasta A-landsliðskona Íslands spáir í leikina sem eru framundan í 13. umferð deildarinnar. Umferðin hefst í kvöld.

Þór/KA 3 - 1 Víkingur R. (18:00 í kvöld)
Víkingur mætir á erfiðan útivöll og verður þetta hörkuleikur. Sandra María heldur áfram að skora og setur tvö mörk í 3-1 sigri.

Stjarnan 0 - 3 Breiðablik (14:00 á morgun)
Auðveldur sigur hjá Breiðablik. Edda tekur einhverja rosalega peppræðu fyrir leikinn eins og henni er einni lagið og Blikarnir vinna 0-3. Hreint lak hjá Telmu.

Þróttur R. 2 - 1 FH (14:00 á morgun)
Þróttur tekur sterk þrjú stig þarna. Köttararnir verða í stuði upp í stúku og gefa mínum gömlu liðsfélögum byr undir báða vængi. Þetta verðir skemmtilegur leikur með mikið af færum og vafaatriðum. Sigríður Theódóra skorar eitt og leikurinn endar 2-1.

Valur 4 - 0 Keflavík (16:15 á morgun)
Valur vinnur þennan leik sannfærandi. 4-0.

Fylkir 0 - 0 Tindastóll (16:00 á sunnudag)
Mikilvæg stig í boði fyrir bæði lið en ég held að þetta endi með steindauðu 0-0 jafntefli. Það verður ekki mikið um marktækifæri en nokkuð gul spjöld.

Fyrri spámenn:
Kristín Dís Árnadóttir (5 réttir)
Guðrún Arnardóttir (5 réttir)
Hafrún Rakel Halldórsdóttir (4 réttir)
Alda Ólafsdóttir (4 réttir)
Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (4 réttir)
Jón Stefán Jónsson (3 réttir)
Guðmunda Brynja Óladóttir (3 réttir)
Hildur Antonsdóttir (3 réttir)
Diljá Ýr Zomers (3 réttir)
Helena Ólafsdóttir (3 réttir)
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (3 réttir)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (2 réttir)
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner
banner