Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 15. júlí 2024 17:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hef eignast vini og vinkonur fyrir lífstíð"
Icelandair
Natasha og dóttir hennar fögnuðu sigrinum eftir leikinn á föstudag.
Natasha og dóttir hennar fögnuðu sigrinum eftir leikinn á föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í upphitun fyrir leik með Brann.
Í upphitun fyrir leik með Brann.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natasha Anasi hefur yfirgefið norska félagið Brann eftir um eins og hálfs veru hjá félaginu. Það var staðfest á dögunum og var gefið út að Natasha væri á leið til Íslands, í faðm fjölskyldunnar.

Natasha var nokkuð óvænt í byrjunarliðinu gegn Þýskalandi á föstudag og skilaði frábærri frammistöðu sem hjálpaði íslenska liðinu að tryggja sér sæti á EM. Eftir leik ræddi hún við Fótbolta.net og var hún spurð út í heimkomuna.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Það er æði að vera komin aftur til Íslands. Það er búið að vera upp og niður úti, en samt mjög skemmtilegt og ég hef lært ótrúlega mikið hjá Brann. Ég hef eignast vini og vinkonur fyrir lífstíð. Það var erfitt að fara, en samt ótrúlega góð tilfinning að koma heim og vera með vinum og vinkomum mínum - en fyrst og fremst fjölskyldunni minni," sagði Natasha og brosti. Hún er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að ganga í raðir Vals og verður væntanlega tilkynnt þar á næstunni.

Hjá Brann var hún lengi frá þar sem hún sleit hásin snemma eftir komu sína til Noregs. Hún náði að koma sér til baka og náði heldur betur að hafa góð áhrif því í lok síðasta árs skoraði hún sigurmark Brann gegn St. Pölten í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Natasha spilaði á föstudagskvöld sinn fyrsta landsleik í tæplega tvö og hálft ár og var þetta fyrsti byrjunarliðsleikurinn í keppnisleik. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, var heldur betur kátur með leikmanninn sinn.

„Natasha var frábær, gerði það sem hún átti að gera og leysti það vel. Hún var alltaf í hópnum hjá okkur þangað til hún meiddist, var alltaf partur af þessu hjá okkur. Hún kemur svo aftur inn núna eftir að hún varð heil og stóð sig frábærlega í dag. Ég er stoltur af öllu liðinu," sagði Steini á fréttamannafundi á föstudag.
Natasha: Æði að heyra í öllum stelpunum öskra okkur áfram
Athugasemdir
banner
banner