Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. ágúst 2019 15:45
Elvar Geir Magnússon
Stjórn HB vonast til að halda Heimi - Viðræður í gangi
Heimir í Færeyjum.
Heimir í Færeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Joensen, stjórnarmaður í færeyska meistaraliðinu HB, segir í samtali við in.fo í Færeyjum að fréttir íslenskra fjölmiðla um að Heimir Guðjónsson snúi heim til Íslands í haust komi sér á óvart.

Ragnar segir að Heimir sé í viðræðum við stjórn HB um nýjan samning og menn séu bjartsýnir á að Heimir muni framlengja.

Hann telur að ekkert sé til í fréttaflutningi frá Íslandi og segir að Heimir sé mjög opinn fyrir því að halda áfram hjá HB.

Heimir gerði HB að Færeyjarmeisturum í fyrra og liðið er í baráttu um að verja titil sinn í ár. Þá er liðið komið í bikarúrslitaleikinn.

Heimir hefur verið orðaður við nokkur íslensk félög.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner