Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 20. september 2021 06:00
Aksentije Milisic
Moyes að þakka fyrir landsliðssætið hjá Spáni
Í treyju Spánar.
Í treyju Spánar.
Mynd: EPA
Pablo Fornals, leikmaður West Ham, hefur spilað mjög vel á þessari leiktíð og það hefur skilað sér í sæti hjá spænska landsliðinu.

Fornals skoraði gegn Kosovo í undankeppni HM í síðsta landsleikjahléi en þessi öflugi leikmaður hefur þakkað David Moyes, stjóra West Ham, fyrir landsliðssætið.

„Fyrsta sem ég gerði þegar ég sá listann yfir hópinn hjá landsliðinu, var að þakka stjóranum fyrir og samherjum mínum," sagði Fornals.

„Ég væri ekki þarna án þeirra. Ég er mjög stoltur af samherjum mínum og alla sem koma að liðinu."

Fornals hafði ekki komist í landsliðið í þrjú ár en hann spilaði síðast fyrir það þegar hann var leikmaður Villareal á Spáni.
Athugasemdir