Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 20. september 2022 15:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hallur leggur skóna á hilluna - Með skrokk á við sjötugan mann
Í leik með ÍA.
Í leik með ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallur Flosason hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir flottan fótboltaferil.

Hann staðfestir í samtali við Fótbolta.net að skórnir séu komnir upp á hillu.

Hann segir að ákvörðunin hafi verið erfið, en núna sé rétti tímapunkturinn. Hann hefur verið að glíma við mikil meiðsli síðustu árin og hafa þau verið að trufla hann.

„Ég er með skrokk á við 70 ára gamlan mann," segir Hallur léttur en hann hefur verið að spila með mikla verki síðustu ár.

Hallur, sem er 29 ára gamall, lék nánast allan sinn feril með ÍA en hann endaði hann með Aftureldingu í Mosfellsbæ og lék þar átta leiki í Lengjudeildinni í sumar.

ÍA er í mikilli í fallbaráttu í Bestu deildinni en Hallur hefur enn fulla trú á því að Skagamenn muni halda sér uppi. Hann telur að þeir muni bjarga sér á enn dramatískari hátt en í fyrra er þeir björguðu sér með sigri gegn Keflavík í lokaumferðinni.

„Núna fer maður í golf - lækkar forgjöfina - og ver meiri tíma með fjölskyldunni," segir Hallur sem kveður fótboltann.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner