Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. nóvember 2020 18:30
Fótbolti.net
Heimild: Vísir 
Lára samgleðst Foden með landsliðsmörkin - „Hann stóð sig greinilega vel"
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
,„Ég samgleðst honum [Foden] innilega,“ sagði Lára Clausen við Vísi í dag.

Lára fékk ásamt vinkonu sinni, Nadíu Sif Líndal, mikla athygli eftir að hafa heimsótt þá Phil Foden og Mason Greenwood á hótelherbergi eftir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í september. Þeir voru settir í agabann og sendir heim með flugvél frá Íslandi fyrir leik Danmerkur og Englands.

Í kjölfar hótelævintýrsins voru þeir Mason og Phil ekki valdir í landsliðshópinn í október en Phil fékk kallið fyrir leikina nú í nóvember og skoraði sín fyrstu landsliðsmörk gegn Íslandi á miðvikudagskvöld.

„Það var mjög erfitt að horfa upp á þá missa eitthvað sem þeir voru búnir að vinna svo mikið fyrir. Þeir voru kallaðir heimskir og ég veit ekki hvað og það fannst mér ömurlegt að lesa,“ segir Lára og bætir við að það hafi aldrei verið planið hjá þeim að málið myndi rata í fjölmiðla. Lára segist ekki hafa horft á leikinn á miðvikudag.

„Ég horfði ekki á leikinn í vikunni en fékk rosalega mikið af snöppum frá leiknum og hann stóð sig greinilega vel."

Hún segir það gott að ferilinn sé aftur á uppleið hjá Foden.

„Það er bara gott að ferillinn sé kominn aftur á uppleið hjá honum og maður hafi ekki eyðilagt meira fyrir honum. Mér fannst tekið alveg svakalega hart á þeim og mjög ósanngjörn umfjöllun. Við fengum alveg að finna fyrir þessu líka en það var tekið harðara á þeim," sagði Lára.

Sjá einnig:
Foden um vandræðin á Íslandi: Ein erfiðasta stund lífs míns

Smelltu hér til að lesa grein Vísis.
Athugasemdir
banner
banner