Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 19. nóvember 2020 11:52
Elvar Geir Magnússon
Foden um vandræðin á Íslandi: Ein erfiðasta stund lífs míns
„Þetta var ein erfiðasta stund lífs míns," segir enski landsliðsmaðurinn Phil Foden og vitnar þar í nóttina afdrifaríku á Hótel Sögu í september.

Hann og Mason Greenwood, liðsfélagi hans, fengu þá tvær íslenskar stelpur í heimsókn á landsliðshótel Englands og brutu sóttvarnareglur. Þeir komu sér í mikil vandræði og voru báðir sendir heim úr landsliðsverkefninu.

Þeir voru ekki valdir í októberverkefnið en Foden fékk svo kallið fyrir þennan glugga og skoraði tvö fyrstu landsliðsmörk sín í 4-0 sigrinum gegn Íslandi í gær.

„Á þessum tímapunkti þarftu á trausti frá þjálfaranum þínum að halda og Gareth sýndi mér mikla virðingu og traust með því að spila mér í þessum leik," segir Foden eftir leikinn í gær.

„Ég er ánægður með að geta borgað honum til baka með góðri spilamennsku og tveimur mörkum. Ég var ákveðinn í að gera mitt allra besta."

„Þetta var eitt besta kvöld sem ég hef upplifað. Ég naut þess mikið. Það hefur mikla þýðingu að skora fyrstu landsliðsmörkin," segir Foden.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hrósaði Foden á fréttamannafundi eftir leik eins og má lesa um hérna.
Athugasemdir
banner
banner