
Leikmenn og þjálfarar franska landsliðsins snéru aftur heim til Frakklands í gær eftir að hafa tapað úrslitaleik heimsmeistaramótsins á sunnudag en þeir fengu frábærar móttökur í París.
Frakkar voru ekki með í leiknum gegn Argentínu fyrsta klukkutímann en vítaspyrna tuttugu mínútum fyrir leikslok breytti öllu. Kylian Mbappe skoraði og svo jafnaði hann stuttu síðar.
Leikurinn var sá rosalegasti í sögu heimsmeistaramótsins. Messi kom Argentínu aftur yfir í framlengingu en Mbappe svaraði með því að fullkomna þrennu sína með marki úr víti.
Frakkar gátu klárað dæmið seint í framlengingunni en Emiliano Martínez sá við Randal Kolo Muani. Argentína vann eftir vítakeppni en Frakkar geta gengið stoltir frá þessum leik.
Þeir flugu til Parísar eftir leikinn og lentu þar í gær en þar biðu mörg þúsund Frakkar og fögnuðu HM-förunum.
???????? L'Équipe de France salue ses supporters depuis le balcon de l'Hôtel de Crillon, à Paris
— BFMTV (@BFMTV) December 19, 2022
???? "Merci les Bleus, merci les Bleus, merci!" entonnent les fans pic.twitter.com/ly1i3o8il8
????????France arrived in Paris pic.twitter.com/2yfMw4eiEt
— Sports Doctor GH (@SportsDoctor94) December 19, 2022
Athugasemdir