Rúben Amorim var brjálaður eftir tap Manchester United gegn Brighton og braut sjónvarp í búningsklefanum.
Þetta kemur fram á The Athletic.
Þetta kemur fram á The Athletic.
Amorim tók við Man Utd í nóvember og það hafa komið flott úrslit, en heilt yfir hefur þetta ekki verið nægilega gott. Tapið gegn Brighton var sjötta tap United í tólf deildarleikjum á Old Trafford á þessu tímabili.
Amorim var brjálaður eftir leikinn gegn Brighton og lét leikmenn sína heyra það í klefanum eftir leik. Hann var það reiður að hann braut sjónvarp sem er inn í klefa.
Man Utd mætir Rangers í Evrópudeildinni á fimmtudag og spurning er hvort að búið verði að laga sjónvarpið fyrir þann leik.
Athugasemdir