Fjölnir 2 - 2 Víkingur
1-0 Árni Steinn Sigursteinsson
1-1 Daníel Hafsteinsson
2-1 Rafael Máni Þrastarson
2-2 Sjálfsmark
Fjölnir og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli í Egilshöll í kvöld, í leik í A-riðli Reykjavíkurmótsins. Fjölni verður dæmdur 3-0 sigur í leiknum þar sem Víkingar héldu áfram að láta Stíg Diljan Þórðarson spila en hann hefur ekki fengið leikheimild.
1-0 Árni Steinn Sigursteinsson
1-1 Daníel Hafsteinsson
2-1 Rafael Máni Þrastarson
2-2 Sjálfsmark
Fjölnir og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli í Egilshöll í kvöld, í leik í A-riðli Reykjavíkurmótsins. Fjölni verður dæmdur 3-0 sigur í leiknum þar sem Víkingar héldu áfram að láta Stíg Diljan Þórðarson spila en hann hefur ekki fengið leikheimild.
Víkingur tefldi fram sterkara liði en í fyrri leikjum mótsins enda leikmenn mættir aftur til æfinga eftir frí og undirbúningur fyrir einvígið gegn Panathinaikos kominn á full skrið.
Árni Steinn Sigursteinsson skoraði fyrsta mark leiksins en Daníel Hafsteinsson, sem kom til Víkings frá KA í vetur, jafnaði leikinn en Stígur Diljan gaf boltann á hann. Aftur komst Fjölnir yfir en hinn sautján ára gamli Rafael Máni Þrastarson skoraði.
Eftir 88 mínútna leik sótti Danijel Dejan Djuric svo upp vinstra megin og átti fyrirgjöf sem leikmaður Fjölnis setti í eigið net. 2-2 endaði leikurinn en hér má sjá skýrslu leiksins.
Þegar er ljóst að KR hefur tryggt sér sigurinn í A-riðlinum og mun leika til úrslita í Reykjavíkurmótinu.
Athugasemdir