Andi Hoti er í dag kynntur sem nýr leikmaður Vals en félagið kaupir hann af uppeldisfélaginu Leikni. Andi gerir fimm ára samning við Val. „Valur kaupir Andi frá Leikni og er kaupverðið trúnaðarmál," segir í tilkynningu Vals. Andi átti innan við ár eftir af samningi sínum við Leikni.
Hann er miðvörður sem fæddur er árið 2003 og mætti á sína fyrstu æfingu með Val í morgun. Hann lék á láni með Þrótti og Aftureldingu tímabilin 2021 og 2022. Hann á bæði landsleiki með U-19 og U-21 ára landsliðum Íslands.
Hann er miðvörður sem fæddur er árið 2003 og mætti á sína fyrstu æfingu með Val í morgun. Hann lék á láni með Þrótti og Aftureldingu tímabilin 2021 og 2022. Hann á bæði landsleiki með U-19 og U-21 ára landsliðum Íslands.
Úr tilkynningu Vals
„Við höfum fylgst lengi með Andi og það er alveg frábært að ná samningum við hann á þessum tímapunkti. Hann er hrikalega öflugur leikmaður sem við teljum að henti vel í það leikkerfi sem við erum að spila og svo er hann líka á flottum aldri. Við höfum verið að styrkja okkur í ákveðnum stöðum í vetur og tölurnar hans Andi og það feedback sem við höfum fengið á hann benda til þess að hann eigi eftir að vera mikilvægur fyrir okkur,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals.
Sjálfur var Andi hrikalega ánægður með nýja samninginn sem er eins og fyrr segir til fimm ára.
„Þetta er rökrétt skref fyrir mig enda hef ég spilað lengi í Lengjudeildinni og þetta er tækifæri sem ég hef verið að bíða eftir. Auðvitað er erfitt að yfirgefa Leikni sem er minn uppeldisklúbbur en við viljum allir vera á stóra sviðinu og ég er svo sannarlega kominn þangað. Hlakka til þess að sýna bæði Völsurum og öðrum hversu góður leikmaður ég er og get ekki beðið eftir því að fara að vinna leiki með því frábæra liði sem ég er nú orðinn hluti af,“ sagði Andi Hoti á Hlíðarenda í morgun.
Næsti leikur Vals er úrslitaleikur Lengjubikarsins gegn Fylki sem fram fer á Würth vellinum klukkan 14:00 á morgun, laugardag.
Komnir
Marius Lundemo frá Lilleström
Markus Nakkim frá Bandaríkjunum
Birkir Heimisson frá Þór
Birkir Jakob Jónsson frá Atalanta
Tómas Bent Magnússon frá ÍBV
Andi Hoti frá Leikni
Kristján Oddur Kristjánsson frá Gróttu
Farnir
Gylfi Þór Sigurðsson til Víkings
Birkir Már Sævarsson hættur
Frederik Schram til Danmerkur
Elfar Freyr Helgason
Athugasemdir