Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fim 21. maí 2020 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Teitur Magnússon (OB)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Berg Bryde.
Björn Berg Bryde.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Logi Guðlaugsson.
Baldur Logi Guðlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bastian Schweinsteiger.
Bastian Schweinsteiger.
Mynd: Getty Images
Miley Cyrus ásamt systur sinni Brandi á körfuboltaleik í Madison Square Garden.
Miley Cyrus ásamt systur sinni Brandi á körfuboltaleik í Madison Square Garden.
Mynd: Getty Images
Kassim Doumbia.
Kassim Doumbia.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Teitur Magnússon er FH-ingur með þýska tengingu en hann lék einn leik með Hafnarfjarðarfélaginu í Pepsi-deildinni sumarið 2017. Seinni hluta sumarsins 2018 var hann að láni hjá Þrótti í Inkasso-deildinni og lék sex leiki.

Í júní í fyrra gekk hann í raðir danska félagsins OB. Teitur er unglingalandsliðsmaður og hefur leikið 20 leiki með yngri landsliðum Íslands. Í dag sýnir Teitur á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Teitur Magnússon

Gælunafn: Teitsi af flestum. En það eru alltaf fleiri og fleiri sem eru byrjaðir að kalla mig titty

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2017 með FH á móti Gróttu í Lengjubikarnum

Uppáhalds drykkur: Malt og Appelsín

Uppáhalds matsölustaður: Ban kún er góður

Hvernig bíl áttu: Toyota Auris

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Office eða Dexter

Uppáhalds tónlistarmaður: Bruno Mars og 50 Cent ólu mig nánast upp. Svo jú manneskjan sem raunverulega ól mig upp, hún mamma í Dúkkulísunum.

Fyndnasti Íslendingurinn: Stóru systur mínar Milla og Vala geta verið eins fyndnar og þær eru vondar við mig. Svo er TV guðinn Einar Þorsteinsson og Tripple B, Björn Berg Bryde skuggalega fyndnir stundum.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Finnst gaman að prófa eitthvað nýtt í hvert skipti

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Mistet opkald.” Frá danska símafyrirtækinu sem ég er hjá. Ekki áhugaverðara en það.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Haukarnir yrðu seint fyrir valinu

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Örugglega Ragnar Sigurðsson

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef verið mjög heppinn í gegnum tíðina með þjálfara. En Stefán “Stebbatov” Jónsson kenndi mér mikið þegar ég var yngri

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ekki einhver einn sem ég man eftir en gat verið pirrandi þegar það fauk í gömlu í ungir vs gamlir í FH

Sætasti sigurinn: Enginn einn sem stendur upp úr, nema þá bara síðasti sigur þegar við unnum toppbaráttuslag 4-0 á móti Vejle.

Mestu vonbrigðin: Síðasti leikur var súr, 1-0 yfir nánast allan leikinn á móti FCK og Kristall ákveður að setja jöfnunarmark í andlitið á okkur á 94. mín.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: Baldur Logi Guðlaugs, höfum spilað saman síðan við vorum litlir

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Andri Fannar, hart að hafa spilað í Seria A

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: ætla gefa BBB þetta, ef hann er nógu myndarlegur fyrir systur mína dugar það fyrir mig

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: allar mjög fallegar

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Bastian Schweinsteiger

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: þann trúnað brýt ég ekki

Uppáhalds staður á Íslandi: heima er best

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ekkert sem er eftirminnilegt. Lenti reyndar í því að hlaupa niður lítinn strák sem stóð á hliðarlínunni að horfa á leik um daginn, hann grét í smá en var góður eftir leik.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: ætli það sé ekki að sprauta nefspreyi í nefið.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: já, NBA og handbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Mercurial Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: raungreinar, nema stærðfræðin, voru ekki minn tebolli

Vandræðalegasta augnablik: ekki lent í miklu, en það sem dettur í hausinn er að hafa verið öskrað á mig ertu fokkin heimskur frá hliðarlínunni. Var lítill í mér þá en hef gaman af þessu í dag

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: ætla að hafa þýskt þema þar sem það er sjaldan eitthvað vesen á Þjóðverjunum og ég tala ágætlega þýskuna. Schweinsteiger, Ballack og Podolski fá að koma með. Myndi ekki þurfa að gera mikið nema slaka á með þá þrjá á eyjunni.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég og Miley Cyrus áttum ógleymanlega lyftuferð um daginn í Odense. Það verður seint toppað á minni ævi.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ætli það hafi ekki bara verið Kassim Doumbia. Mikið presence og ástríða í honum á vellinum og man eftir að hafa verið soldið smeykur við hann þegar ég var yngri eftir að hafa horft á hann í þessum fræga úrslitaleik á móti Stjörnunni. En var svo topp gæi og oftast stutt í djókið hjá honum þegar ég var að fyrst að byrja æfa með meistaraflokki FH.

Hverju laugstu síðast: úff ég man það ekki

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Án efa hlaupin

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Á þessum tímum vakna ég og fæ mér eitthvað að borða, fer svo að æfa, slaka svo á, tek kannski aðra æfingu fer eftir degi, skóla svo félagana til í pro clubs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner