Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. júlí 2019 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Félagaskipti Griezmann rannsökuð
Mynd: Getty Images
Félagaskipti Antoine Griezmann frá Atletico Madrid til Barcelona verða rannsökuð af spænska knattspyrnusambandinu.

Mirror segir meðal annars frá þessu.

Griezmann gekk í raðir Barcelona í síðustu viku. Aðdragandinn var mjög langur, en Griezmann var sterklega orðaður við Barcelona síðasta sumar. Þá ákvað hann að vera áfram hjá Atletico.

Riftunarverð í samningi Griezmann hjá Atletico fór niður úr 200 milljónum evra í 120 milljónir evra þann 1. júní síðastliðinn. Barcelona virkjaði riftunarverðið í samningi hans.

Atletico heldur því hins vegar fram að Barcelona hafi náð samkomulagi við Griezmann í mars. Þá var riftunarverðið 200 milljónir evra og telur Atletico sig eiga inni 80 milljónir evra frá Barcelona vegna þess.

Barcelona neitar sök í málinu.
Athugasemdir
banner