Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. september 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Ætla sér að vinna titilinn - „Pressan sem við búum til sjálfir í okkar eigin huga"
Mynd: Guðmundur Svansson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur gengið vonum framar hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Häcken á þessari leiktíð en það er í harðri toppbaráttu þegar sjö leikir eru eftir. Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður U21 árs landsliðsins, hefur spilað mikilvæga rullu í liðinu á skemmtilegu tímabili.

Valgeir, sem er tvítugur, fékk tækifærið í byrjun tímabilsins og hefur svo sannarlega nýtt það.

Liðið hefur verið mjög stabílt og er þetta gríðarlegur viðsnúningur frá síðustu leiktíð er liðið hafnaði í 12. sæti deildarinnar.

Þegar sjö umferðir eru eftir er liðið í 2. sæti með 47 stig, einu stigi á eftir toppliði Djurgården.

„Þetta hefur verið mjög skemmtilegt tímabil. Að líta á þetta tímabil og síðasta er allt annað. Það gengur betur, miklu jákvæðara allt í kringum liðið og bara geðveikt."

„Já, ég byrjaði tímabilið óvænt þannig séð en svo vann ég mig inn í liðið og búinn að vera ánægður við frammistöðu mína en auðvitað vill maður alltaf gera betur. Eina í stöðunni að gera betur og læra,"
sagði Valgeir við Fótbolta.net.

Häcken hefur gert þrjú jafntefli í röð en hvað er það sem vantar upp á?

„Ég veit það ekki, bara reyna að klára leikinn. Síðasti leikur á móti á Hammarby var erfiður leikur á móti 3. sætinu en náðum að jafna á 90. mínútu. Í leiknum fyrir það vantar meira 'killer instinct' að klára leikinn en þetta eru allt góð lið og getur allt gerst."

Hann segir enga utanaðkomandi pressu á að vinna titilinn, en að leikmenn séu þó með það markmið að klára dæmið.

„Nei, engin pressa. Það er pressan sem við búum til sjálfir í okkar eigin huga. Við erum í toppbaráttu og ætlum að reyna að klára þetta," sagði Valgeir við Fótbolta.net.
Valgeir um leikinn gegn San Marínó: Fengum alla þjóðina á okkur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner