Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. nóvember 2021 17:13
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Kroos lagði upp tvö gegn tíu mönnum Granada
Vinicius Junior heldur áfram að gera það gott
Vinicius Junior heldur áfram að gera það gott
Mynd: EPA
Ferland Mendy gefur Toni Kroos spaðann
Ferland Mendy gefur Toni Kroos spaðann
Mynd: EPA
Real Madrid tyllti sér á toppinn í spænsku deildinni með 4-1 sigri á Granada. Þýski miðjumaðurinn Toni Kroos lagði upp fyrstu tvö mörk Madrídinga.

Getafe vann Cadiz í fyrsta leik dagsins, 4-0. Fyrsta markið kom á 7. mínútu frá Mathias Olivera áður en liðið gerði þrjú mörk á hálftíma í síðari hálfleik.

Getafe hefur ekki beint riðið feitum hesti á þessu tímabili og verið í fallbaráttusvæðinu mest megnið af leiktíðinni og aðeins skorað sex mörk fram að leiknum í kvöld. Liðið er enn í fallsæti, eða 19. sæti deildarinnar, með 9 stig.

Real Madrid er í góðum gír. Karim Benzema hefur verið einn heitasti leikmaður liðsins á leiktíðinni og byrjaði í dag en liðið þurfti ekki að treysta á mörk frá honum. Marco Asensio skoraði eftir stoðsendingu frá Kroos á 19. mínútu og þá skoraði Nacho Fernandez eftir skemmtilega útfærða hornspyrnu Kroos stuttu síðar.

Heimamenn minnkuðu muninn áður en brasilíski sóknarmaðurinn Vinicius Junior gerði þriðja markið á 56. mínútu. Áttunda deildarmark hans á tímabilinu. Stuttu síðar fékk Monchu, varnarmaður Granada, rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu á Vinicius. Robert Moreno, þjálfari Granada, fékk einnig rauða spjaldið fyrir mótmæli.

Ferland Mendy skoraði fjórða mark Real Madrid en hann hefur ratað í fjölmiðla fyrir eitthvað allt annað en fótbolta síðustu daga og er sakaður um að hafa beitt tvær konur alvarlegu ofbeldi á hóteli í París.

Real Madrid fór með 4-1 sigur af hólmi og er í efsta sæti deildarinnar með 30 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Getafe 4 - 0 Cadiz
1-0 Mathias Olivera ('7 )
2-0 Jorge Cuenca ('60 )
3-0 Enes Unal ('81 )
4-0 Jaime Mata ('90 )

Granada CF 1 - 4 Real Madrid
0-1 Marco Asensio ('19 )
0-2 Nacho ('25 )
1-2 Luis Suarez ('34 )
1-3 Vinicius Junior ('56 )
1-4 Ferland Mendy ('76 )
Rautt spjald: Monchu, Granada CF ('67)
Athugasemdir
banner
banner
banner