Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 22. janúar 2025 06:00
Elvar Geir Magnússon
Fékk hrós en gæti samt skipt um lið í janúar
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Aston Villa, segir að argentínski sóknarleikmaðurinn Emi Buendía megi fara frá félaginu núna í janúarglugganum.

Buendía missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla og hefur ekki byrjað úrvalsdeildarleik á þessu tímabili.

Hann var hinsvegar í byrjunarliðinu hjá Villa í gær, í 1-0 tapinu gegn Mónakó. Emery hrósaði Argentínumanninum eftir leikinn.

„Buendía var virkilega góður. Hann gæti farið í janúar en í dag þurftum við á honum að halda og hann spilaði glimrandi vel. Hann sýndi gæði sín og hugarfar," sagði Emery.

Buendía er 28 ára og hefur verið hjá Aston Villa síðan hann kom frá Norwich 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner