Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. janúar 2025 19:42
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin: Prinsinn sá Villa tapa í Mónakó
Atalanta lék sér að Sturm Graz
Vilhjálmur prins í stúkunni.
Vilhjálmur prins í stúkunni.
Mynd: EPA
Takumi Minamino með boltann.
Takumi Minamino með boltann.
Mynd: EPA
Vilhjálmur Bretaprins, prinsinn af Wales, sá sína menn í Aston Villa tapa í Mónakó í kvöld. Þetta var fyrsta tap Villa síðan nýtt ár gekk í garð.

Mónakó komst yfir úr sinni fyrstu sókn í leiknum. Thilo Kehrer, fyrrum leikmaður West Ham, átti skalla sem Emilíano Martínez varði en boltinn datt fyrir Wilfried Singo sem skoraði. Þetta reyndist eina mark leiksins.

Liðin eru jöfn að stigum, með 13 stig í sætum 7-9, og eiga möguleika á að komast beint í 16-liða úrslitin. Aston Villa mun mæta Celtic í lokaumferðinni og Mónakó leikur gegn Inter.

Á sama tíma þá rúllaði Atalanta yfir Sturm Graz. Evrópudeildarmeistararnir hafa verið að gera flotta hluti í Meistaradeildinni og eru sem stendur í þriðja sæti. Austurríska liðið hefur aðeins fengið þrjú stig og kemst ekki áfram úr deildarkeppninni.

Mónakó 1 - 0 Aston Villa
1-0 Wilfried Singo ('8 )

Atalanta 5 - 0 Sturm Graz
1-0 Mateo Retegui ('12 )
2-0 Mario Pasalic ('58 )
3-0 Charles De Ketelaere ('63 )
4-0 Ademola Lookman ('90 )
5-0 Marco Brescianini ('90 )

Meistaradeildin í kvöld
20:00 Atletico Madrid - Leverkusen
20:00 Benfica - Barcelona
20:00 Bologna - Dortmund
20:00 Club Brugge - Juventus
20:00 Rauða stjarnan - PSV
20:00 Liverpool - Lille
20:00 Slovan Bratislava - Stuttgart
Athugasemdir
banner
banner
banner