Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 09:30
Hafliði Breiðfjörð
Árni Snær kvartaði undan boltastrákunum og tók sinn eigin aukabolta
Árni Snær ræðir við starfsmann Breiðabliks eftir leikinn.
Árni Snær ræðir við starfsmann Breiðabliks eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aukaboltinn sem Jason Daði skildi eftir inni á vellinum.
Aukaboltinn sem Jason Daði skildi eftir inni á vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik þurfti að hafa fyrir 2 - 1 heimasigri á Stjörnunni í gær og eftir að hafa náð forystunni í fyrri hálfleik fengu þeir bæði ábendingu og gult spjald fyrir að tefja hjá Ívari Orra Kristjánssyni dómara leiksins.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

Í seinni hálfleiknum fékk Árni Snær Ólafsson markvörður Stjörnunnar svo nóg af boltastrákunum á Kópavogsvelli.

Hann heyrðist þá húðskamma starfsmenn félagsins yfir því að þeim hafi verið fyrirskipað að vera lengi að koma boltanum til hans þegar hann fór framhjá markinu.

Jason Daði Svanþórsson skildi bolta aukabolta eftir inni á vellinum skömmu síðar og þá hirti Árni Snær boltann og geymdi við markið sitt svo hann gæti séð um boltamálin sjálfur. Ívar Orri benti honum reyndar á að boltinn skildi vera fyrir aftan markið en ekki við hlið þess og þar sat hann það sem eftir lifði.

Eftir að leiknum lauk mátti svo sjá Árna Snæ í heitum samræðum við einn starfsmanna Breiðabliks um þessi mál.

„Ég veit bara að þeir sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt, sem er örugglega klókt en svo finnst mönnum ýmislegt um það. Allt í lagi að nota heimavöllinn sinn en ég held að við munum ekki nota þetta," sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Breiðabliks við Fótbolta.net eftir leik aðspurður um atvikið.

Nokkrar myndir fylgja fréttinni af Árna Snæ og þessu fjöri.
Athugasemdir
banner
banner