Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   þri 21. maí 2024 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan heimsótti Breiðablik á Kópavogsvöll nú í kvöld þegar 7.umferð Bestu deildar karla lauk göngu sinni. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Góður fótboltaleikur held ég. Þeir sem að horfðu á þá, ég get ekki trúað öðru en að þeir hefði skemmt sér vel." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörunnar eftir leikinn í kvöld.

„Mér leið eins og við værum bara að fara vinna leikinn. Allan tímann, ég hafði fulla trú á því og fannst liðið verðskulda meira úr þessum leik." 

Breiðablik komust í tveggja marka forystu á markamínútunni en Stjarnan minnkaði muninn af vítapunktinum rétt fyrir hálfleik. 

„Við vorum komnir með tök á leiknum og undir lok fyrri hálfleik voru þeir byrjaðir að hægja á leiknum einhverjum mínútum áður. Maður sá alveg að við vorum komnir með tök. Við komumst í fullt af góðum stöðum og í raun færum en þeir fengu líka góð færi og líka í seinni hálfleik. Mikið af góðum stöðum hjá báðum liðum." 

Árni Snær markmaður var ósáttur við boltasækjana í leiknum sem voru lengi að afhenda boltann þegar hann fór úr leik. 

„Ég veit bara að þeir sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt, sem er örugglega klókt en svo finnst mönnum ýmislegt um það. Allt í lagi að nota heimavöllinn sinn en ég held að við munum ekki nota þetta." 

Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner