Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   þri 21. maí 2024 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan heimsótti Breiðablik á Kópavogsvöll nú í kvöld þegar 7.umferð Bestu deildar karla lauk göngu sinni. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Góður fótboltaleikur held ég. Þeir sem að horfðu á þá, ég get ekki trúað öðru en að þeir hefði skemmt sér vel." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörunnar eftir leikinn í kvöld.

„Mér leið eins og við værum bara að fara vinna leikinn. Allan tímann, ég hafði fulla trú á því og fannst liðið verðskulda meira úr þessum leik." 

Breiðablik komust í tveggja marka forystu á markamínútunni en Stjarnan minnkaði muninn af vítapunktinum rétt fyrir hálfleik. 

„Við vorum komnir með tök á leiknum og undir lok fyrri hálfleik voru þeir byrjaðir að hægja á leiknum einhverjum mínútum áður. Maður sá alveg að við vorum komnir með tök. Við komumst í fullt af góðum stöðum og í raun færum en þeir fengu líka góð færi og líka í seinni hálfleik. Mikið af góðum stöðum hjá báðum liðum." 

Árni Snær markmaður var ósáttur við boltasækjana í leiknum sem voru lengi að afhenda boltann þegar hann fór úr leik. 

„Ég veit bara að þeir sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt, sem er örugglega klókt en svo finnst mönnum ýmislegt um það. Allt í lagi að nota heimavöllinn sinn en ég held að við munum ekki nota þetta." 

Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner