Stjarnan heimsótti Breiðablik á Kópavogsvöll nú í kvöld þegar 7.umferð Bestu deildar karla lauk göngu sinni.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 1 Stjarnan
„Góður fótboltaleikur held ég. Þeir sem að horfðu á þá, ég get ekki trúað öðru en að þeir hefði skemmt sér vel." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörunnar eftir leikinn í kvöld.
„Mér leið eins og við værum bara að fara vinna leikinn. Allan tímann, ég hafði fulla trú á því og fannst liðið verðskulda meira úr þessum leik."
Breiðablik komust í tveggja marka forystu á markamínútunni en Stjarnan minnkaði muninn af vítapunktinum rétt fyrir hálfleik.
„Við vorum komnir með tök á leiknum og undir lok fyrri hálfleik voru þeir byrjaðir að hægja á leiknum einhverjum mínútum áður. Maður sá alveg að við vorum komnir með tök. Við komumst í fullt af góðum stöðum og í raun færum en þeir fengu líka góð færi og líka í seinni hálfleik. Mikið af góðum stöðum hjá báðum liðum."
Árni Snær markmaður var ósáttur við boltasækjana í leiknum sem voru lengi að afhenda boltann þegar hann fór úr leik.
„Ég veit bara að þeir sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt, sem er örugglega klókt en svo finnst mönnum ýmislegt um það. Allt í lagi að nota heimavöllinn sinn en ég held að við munum ekki nota þetta."
Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |