Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   þri 21. maí 2024 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan heimsótti Breiðablik á Kópavogsvöll nú í kvöld þegar 7.umferð Bestu deildar karla lauk göngu sinni. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Góður fótboltaleikur held ég. Þeir sem að horfðu á þá, ég get ekki trúað öðru en að þeir hefði skemmt sér vel." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörunnar eftir leikinn í kvöld.

„Mér leið eins og við værum bara að fara vinna leikinn. Allan tímann, ég hafði fulla trú á því og fannst liðið verðskulda meira úr þessum leik." 

Breiðablik komust í tveggja marka forystu á markamínútunni en Stjarnan minnkaði muninn af vítapunktinum rétt fyrir hálfleik. 

„Við vorum komnir með tök á leiknum og undir lok fyrri hálfleik voru þeir byrjaðir að hægja á leiknum einhverjum mínútum áður. Maður sá alveg að við vorum komnir með tök. Við komumst í fullt af góðum stöðum og í raun færum en þeir fengu líka góð færi og líka í seinni hálfleik. Mikið af góðum stöðum hjá báðum liðum." 

Árni Snær markmaður var ósáttur við boltasækjana í leiknum sem voru lengi að afhenda boltann þegar hann fór úr leik. 

„Ég veit bara að þeir sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt, sem er örugglega klókt en svo finnst mönnum ýmislegt um það. Allt í lagi að nota heimavöllinn sinn en ég held að við munum ekki nota þetta." 

Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner