Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 21. maí 2024 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan heimsótti Breiðablik á Kópavogsvöll nú í kvöld þegar 7.umferð Bestu deildar karla lauk göngu sinni. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Góður fótboltaleikur held ég. Þeir sem að horfðu á þá, ég get ekki trúað öðru en að þeir hefði skemmt sér vel." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörunnar eftir leikinn í kvöld.

„Mér leið eins og við værum bara að fara vinna leikinn. Allan tímann, ég hafði fulla trú á því og fannst liðið verðskulda meira úr þessum leik." 

Breiðablik komust í tveggja marka forystu á markamínútunni en Stjarnan minnkaði muninn af vítapunktinum rétt fyrir hálfleik. 

„Við vorum komnir með tök á leiknum og undir lok fyrri hálfleik voru þeir byrjaðir að hægja á leiknum einhverjum mínútum áður. Maður sá alveg að við vorum komnir með tök. Við komumst í fullt af góðum stöðum og í raun færum en þeir fengu líka góð færi og líka í seinni hálfleik. Mikið af góðum stöðum hjá báðum liðum." 

Árni Snær markmaður var ósáttur við boltasækjana í leiknum sem voru lengi að afhenda boltann þegar hann fór úr leik. 

„Ég veit bara að þeir sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt, sem er örugglega klókt en svo finnst mönnum ýmislegt um það. Allt í lagi að nota heimavöllinn sinn en ég held að við munum ekki nota þetta." 

Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner