Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fim 22. júlí 2021 18:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið FH gegn Rosenborg: Guðmann kemur inn
Guðmann kemur inn í liðið.
Guðmann kemur inn í liðið.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hólmar Örn byrjar.
Hólmar Örn byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH mætir norska stórliðinu Rosenborg klukkan 19:00. Liðin eru að mætast í Sambandsdeildinni, í 2. umferð forkeppninnar. Seinni leikurinn fer fram eftir viku í Noregi.

FH vann Sligo Rovers í 1. umferðinni en Rosenborg hefur leik í þessari 2. umferð.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, gerir eina breytingu á sínu liði frá sigurleiknum gegn Fylki á sunnudag. Guðmann Þórisson kemur inn í liðið fyrir Ólaf Guðmundsson.

Hólmar Örn Eyjólfsson er leikmaður Rosenborg og er hann í byrjunarliði liðsins í kvöld.

Dómarar leiksins koma frá Slóvakíu.

Byrjunarlið FH:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Pétur Viðarsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Jónatan Ingi Jónsson
16. Guðmundur Kristjánsson
21. Guðmann Þórisson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic

Fótbolti.net ræddi við Matthías Vilhjálmsson, fyrirliða FH og fyrrum leikmann Rosenborg, á þriðjudag og spurði hann út í leikinn í dag.

„Þetta er örugglega erfiðasti andstæðingurinn sem við höfum mætt í ár. Þeim hefur ekki gengið eins vel og þeir hefðu viljað í deildinni, en við höfum við ekki heldur verið að spila frábærlega í sumar. Það er alltaf möguleiki í fótbolta. Það er það góða við þetta. Við förum inn í þennan með engu að tapa. Markmið okkar er að eiga möguleika í seinni leiknum. Við erum að vona að þetta verði ótrúlega góð reynsla fyrir okkar leikmenn, okkar félag, að við íslensku liðin sjáum hluti sem hjálpa okkur að bæta íslenska knattspyrnu. Það er það sem við erum að leitast eftir," sagði Matthías.

Miði er möguleiki, en hvað þarf FH að gera til þess að fara áfram í þessu einvígi?

„Þegar stórt er spurt. Við þurfum að eiga algjöra toppleiki í báðum leikjunum. Rosenborg þarf líka að hitta á slæman dag. Með góðu skipulagi... við getum líkt þessu við þegar íslenska landsliðið hefur verið að standa sig vel, þá hefur skipulagið verið fáránlega gott með gæðum inn á milli - föst leikatriði og allt þetta. Við þurfum að fara þarna út og vera hugrakkir líka. Við græðum ekkert á því að hanga í vörn í 90 mínúturnar, því þá munu glufurnar opnast þegar líður á leikinn. Skipulagið er þvílíkt mikilvægt í þessu. Þegar þú mætir Rosenborg og svona góðum liðum, þá verður þér refsað grimmilega. Valsmenn mættu Dinamo Zagreb og spiluðu tvo góða leiki, en þú sérð gæðin hjá hinum liðunum. Það má ekkert út af bregða."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner