Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. september 2020 19:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu atvikið: Ísland jafnaði en dómari leiksins dæmdi „óskiljanlegt" brot
Icelandair
Leikmenn Íslands í baráttunni inn á teig Svía
Leikmenn Íslands í baráttunni inn á teig Svía
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er 0-1 undir gegn Svíþjóð í hálfleik í leik liðanna í undankeppni fyrir EM2021.

Anna Anvegård skoraði mark Svía á 33. mínútu, leikið er á Laugardalsvelli. Leikurinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.

Á 42. mínútu kom Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, boltanum í net Svíþjóðar. Boltinn féll fyrir fætur Söru í teignum eftir hornspyrnu. Dómari leiksins dæmdi brot á Glódísi Perlu Viggósdóttir í aðraganda marksins fyrir að því er virðist mjög litlar sakir, dæmi hver fyrir sig því atvikið má sjá hér að neðan.

„HVAÐA RUGL ER Í GANGI HÉRNA! Sara nær að koma boltanum í netið og allir halda að við jöfnum hér og íslenska liðið fagnar. Þá dæmir Ivana á eitthvað brot sem enginn sá nema hún.
Þá ætla Svíarnir bara að byrja og taka aukaspyrnuna þegar allt íslenska liðið er að fagna. En sem betur fer bannar Ivana þeim það. Fáránlegur dómur, algjörlega fáránlegur og ljótt af Svíum að reyna að taka þetta þegar Íslendingar áttuðu sig ekki á því að hún væri búin að dæma markið af,"
skrifaði Helga Katrín Jónsdóttir í beinni textalýsingu.

Helena Ólafsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásthildur Helgadóttir eru á Laugardalsvelli og fjalla um leikinn fyrir Stöð 2 Sport. Þær skilja lítið í þessari ákvörðun dómarans. Þær eru ekki hrifnar af VAR en hefðu ekki verið á móti slíkri tækni í þessu atviki. Nokkrir á Twitter tjáðu sig um atvikið og má sjá tístin fyrir neðan myndskeiðið hér að neðan.



Twitter um atvikið:









Athugasemdir
banner
banner
banner