Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 22. september 2022 08:06
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: KSÍ 
Kristall Máni ekki með U21 í leikjunum gegn Tékkum
Kristall Máni fagnar marki með U21 í júní.
Kristall Máni fagnar marki með U21 í júní.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KSÍ tilkynnti í morgun að Kristall Máni Ingason geti ekki tekið þátt í leikjum U21 gegn Tékklandi í umspili um sæti á EM á næsta ári.


Ísland mætir Tékklandi hér heima á morgun og síðari leikurinn fer fram ytra á þriðjudaginn.

Kristall Máni sem gekk í raðir Rosenborg í Noregi í sumar meiddist þegar hann lenti á stönginni í kjölfar þess að skora mark.

Hann hefur verið í kapphlaupi við tímann að ná leikjunum gegn Tékkum og búist hafði verið við að hann næði allavega síðari leiknum. Nú er komið í ljós að það tekst ekki.

Í gærkvöldi var tilkynnt að Sveinn Margeir Hauksson leikmaður KA hafi verið kallaður inn í hópinn og hann tekur sæti Kristals Mána.


Athugasemdir
banner
banner