Það var svakaleg dramatík í leik Vals og Breiðabliks í fyrstu umferð í efri hlutanum í Bestu deildinni í kvöld.
Breiðablik náði forystunni þegar Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnu. Vítaspyrnan var dæmd þegar Markus Nakkim braut á
Breiðablik náði forystunni þegar Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnu. Vítaspyrnan var dæmd þegar Markus Nakkim braut á
Lestu um leikinn: Valur 1 - 1 Breiðablik
Valur fékk síðan umdeilda vítaspyrnu í blálokin þegar Valgeir Valgeirsson fékk boltann í höndina af stuttu færi. Atvikið kom eftir hornspyrnu en boltinn fór í höndina á Hólmari Erni Eyjólfssyni og aftur fyrir.
„Mín skoðun á svona er að þetta er strangur dómur þegar þetta er af stuttu færi. En einhvernvegin finnst manni eins og Valgeir setji hendina upp og þá má segja að þetta sé hönd í bolta frekar en bolti í hönd," sagði Baldur Sigurðsson.
„Þetta var ekki eðlileg hreyfing hjá honum. Mér finnst ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þegar Hólmar snertir boltann, það er svakalegt flökt á boltanum," sagði Albert.
Athugasemdir