Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 22. október 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi ekki í nýja Football Manager leiknum
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýjasta útgáfa tölvuleiksins vinsæla, Football Manager, kemur út 9. nóvember næstkomandi. Svokölluð Beta útgáfa leiksins var gefin út í gær og geta þau sem forpöntuðu leikinn spilað hann núna.

Í Football Manager setur spilarinn sig í spor knattspyrnustjóra í hinum stóra heimi fótboltans. Leikurinn er mjög ítarlegur og kafað er djúpt ofan í hlutina.

Það vekur athygli að búið er að þurrka Gylfa Þór Sigurðsson úr nýrri útgáfu leiksins. Það sama á við um Benjamin Mendy, bakvörð Manchester City.

Lögreglan í Bretlandi er að rannsaka mál Gylfa. Gylfi var handtekinn um miðjan júlí vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi og hefur ekkert spilað fyrir Everton eða íslenska landsliðið síðan.

Af lagalegum ástæðum hefur hann ekki enn verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum. Football Manager hefur samt sem áður tekið hann úr leiknum.

Engar upplýsingar hafa fengist um hvers eðlis brotið er, annað en að það snúist um kynferðisbrot gegn barni.

Mál Mendy er komið lengra. Það er búið að ákæra hann fyrir nauðganir og kynferðislegt ofbeldi. Um er að ræða fjórar mismunandi ákærur um nauðgun.

Fólkið á bak við tölvuleikinn hafði ekki gefið út - fyrir útgáfu leiksins að þessir fótboltamenn yrðu ekki í honum - en þá er hvergi að finna í Football Manager 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner