fös 22. október 2021 13:30
Elvar Geir Magnússon
Þetta sagði Solskjær á fréttamannafundi fyrir Man Utd - Liverpool
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Mynd: Getty Images
Það verður stórleikur í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn þegar Manchester United mætir Liverpool klukkan 15:30 á Old Trafford.

Ole Gunnar Solskjær sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og hér má sjá allt það helsta sem þar kom fram:

Um stöðuna á leikmannahópnum:
„Leikur eins og þessi á miðvikudaginn skilur alltaf eftir sig högg og skrámur og það eru tveir eða þrír smá aumir eftir þann leik. Það fá allir sinn tíma og vonandi get ég valið úr fullum hóp. Bruno gæti verið tæpur en hann er að gera allt til að verða klár í leikinn."

Um leikinn framundan:
„Frammistaðan þarf að einkennast af stöðugleikum í rúmlega 90 mínútur, bæði sóknar- og varnarlega. Sérstaklega þegar andstæðingurinn er í þessum gæðaflokki. Þetta er lið á góðu skriði og með góða einstaklinga. Við þurfum að sýna samheldna liðsframmistöðu. Það þarf allt að virka til að ná úrslitum gegn bestu liðum heims og Liverpool er eitt af þeim."

Salah gegn Ronaldo:
„Ég vel Cristiano alltaf í öllum keppnum, hann er einstakur og hans markatölfræði hefur verið stórkostlegt. En að því sögðu er Salah sjóðandi heitur sem stendur. Þið sjáið mörkin sem hann hefur skorað að undanförnu, við þurfum að vera uppá okkar besta til að verjast honum. Svona leikmenn koma ekki oft fram á sjónarsviðið. Ég hef dáðst að sóknarlínunni sem Liverpool hefur haft síðustu ár."

Um að koma til baka í leikjum:
„Þetta er eitthvað sem hefur verið gert ansi oft hjá þessu fótboltafélagi, þetta er í DNA félagsins. Þetta er það sem stuðningsmenn búast við frá okkur, að leikmenn gefist aldrei upp. Vonandi var leikurinn gegn Atalanta merki um að við séum komnir út úr slæmum kafla. Ákveðnin og viljinn hjá leikmönnum er áberandi síðan við lékum illa gegn Leicester."

Er David de Gea meðal bestu markvarða heims?
„Hann er í þeim hópi, það er klárt. Við mætum öðrum sem er líka í hópnum. Alisson er einn af þeim bestu."

Er þetta úrslitaleikur upp á titilvonir Manchester United?
„Í hvert sinn sem þú spilar fyrir Manchester United þá stefnir þú á þrjú stig. Það er mikil fjarlægð að vera sjö stigum á eftir Liverpool en svona snemma á tímabilinu er ekki hægt að ræða um titilinn. Við erum að elta Liverpool, við viljum komast á sama stað og þeir. Þó við höfum verið á undan þeim á síðasta tímabili þá voru þeir óheppnir með meiðsli. Við vitum að við þurfum að bæta okkur til að komast á sama stað og þeir hafa verið undanfarin ár."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner