Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 22. nóvember 2020 20:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísabet valin þjálfari ársins
Mynd: Fotball Gala
Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari ársins í sænsku úrvalsdeildinni. Þetta kemur fram á vefsíðu Aftonbladet.

Elísabet hefur þjálfað Kristianstad frá 2009 en í ár náði liðið sínum besta árangri í sögunni. Kristianstad hafnaði í þriðja sæti og mun spila í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.

„Hún skrifaði sig í sögubækurnar eftir 12 ár hjá félaginu. Liðið endaði í þriðja sæti og fer alla leið til Evrópu. Nokkrir leikmenn meiddust og nokkrir leikmenn liðsins urðu óléttar, en Beta lét það ekki á sig fá og náði óvæntum árangri," segir í umsögninni um Elísabetu.

Björn Sigurbjörnsson er aðstoðarþjálfari Kristianstad og meðal leikmanna liðsins eru Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir.

Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Rosengård, var tilnefnd sem varnarmaður ársins en Natalia Kuikka, varnarmaður meistarana í Gautaborg, var valin besti varnarmaðurinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner