Manchester United hefur verið ákært af enska sambandinu fyrir að leikmenn liðsins misstu stjórn á sér í bikarleiknum gegn Fulham. Leikmenn United hópuðust að dómurunum eftir að Jadon Sancho átti skot sem Willian varði með höndinni.
Fulham fékk þrjú spjöld í kjölfarið en leikmenn United fengu ekki spjald. Heimamenn kölluðu eftir vítaspyrnu og hópuðust að Chris Kavanagh dómara leiksins áður en hann fór í skjáinn og dæmdi víti. Atvikið má sjá neðst í fréttinni.
Fulham fékk þrjú spjöld í kjölfarið en leikmenn United fengu ekki spjald. Heimamenn kölluðu eftir vítaspyrnu og hópuðust að Chris Kavanagh dómara leiksins áður en hann fór í skjáinn og dæmdi víti. Atvikið má sjá neðst í fréttinni.
Fyrst fékk Marco Silva, stjóri Fulham, rautt spjald þegar hann fór úr boðvangnum þegar VAR skoðunin var í gangi. Svo fékk Willian rauða spjaldið fyrir það að verja boltann með höndinni og loks missti Aleksandar Mitrovic stjórn á skapi sínu og fékk rauða spjaldið.
Hegðun leikmanna United þegar þeir hópuðust að Kavanagh er ekki talinn í lagi og því er félagið ákært. Félagið hefur fram á mánudag til að svara kærunni.
Niðurstaða leiksins varð 3-1 sigur United og liðið mun mæta Brighton í undanúrslitum bikarsins.
Sjá einnig:
Marco Silva og Mitrovic ákærðir af enska sambandinu
???? "We have been really unlucky with Chris Kavanagh this season."
— Football Daily (@footballdaily) March 19, 2023
Marco Silva reflects on the deciding moments of the game, which saw him receive a red card with two Fulham players. Ultimately leading Fulham to a loss pic.twitter.com/ruVvTrINDF
Athugasemdir