Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 23. mars 2023 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Manchester United einnig ákært eftir Fulham leikinn
Sambandið ekki ánægt með hegðun United manna.
Sambandið ekki ánægt með hegðun United manna.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur verið ákært af enska sambandinu fyrir að leikmenn liðsins misstu stjórn á sér í bikarleiknum gegn Fulham. Leikmenn United hópuðust að dómurunum eftir að Jadon Sancho átti skot sem Willian varði með höndinni.

Fulham fékk þrjú spjöld í kjölfarið en leikmenn United fengu ekki spjald. Heimamenn kölluðu eftir vítaspyrnu og hópuðust að Chris Kavanagh dómara leiksins áður en hann fór í skjáinn og dæmdi víti. Atvikið má sjá neðst í fréttinni.

Fyrst fékk Marco Silva, stjóri Fulham, rautt spjald þegar hann fór úr boðvangnum þegar VAR skoðunin var í gangi. Svo fékk Willian rauða spjaldið fyrir það að verja boltann með höndinni og loks missti Aleksandar Mitrovic stjórn á skapi sínu og fékk rauða spjaldið.

Hegðun leikmanna United þegar þeir hópuðust að Kavanagh er ekki talinn í lagi og því er félagið ákært. Félagið hefur fram á mánudag til að svara kærunni.

Niðurstaða leiksins varð 3-1 sigur United og liðið mun mæta Brighton í undanúrslitum bikarsins.

Sjá einnig:
Marco Silva og Mitrovic ákærðir af enska sambandinu



Athugasemdir
banner