Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 23. maí 2022 15:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sterkasta lið 5. umferðar - Nú er það Guðný sem má vera svekkt
Samantha er í liðinu
Samantha er í liðinu
Mynd: Hrefna Morthens
Guðný gerði sterkt tilkall
Guðný gerði sterkt tilkall
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín er í liðinu í annað sinn
Katrín er í liðinu í annað sinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er Steypustöðin sem færir þér úrvalslið hverrar umferðar í Bestu deild kvenna. Núna er komið að úrvalsliði fimmtu umferðar. Eins og í annarri umferð, þegar Harpa Jóhannsdóttir var ekki valin, getur Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, verið ansi svekkt að vera ekki í rammanum að þessu skipti.

Þróttur er með þrjá fulltrúa í liðinu eftir 4-1 heimasigur á Þór/KA. Katla Tryggvadóttir er í liði umferðarinnar í annað sinn, lagði upp tvö mörk og bjó til fleiri færi fyrir sína liðsfélaga. Murphy Agnew skoraði tvö mörk og var sífellt ógnandi. Þá skoraði Danielle Marcano fyrsta mark leiksins með frábærri afgreiðslu. Hún er einnig í liðinu í annað sinn í sumar.



Stjarnan vann útisigur á Aftureldingu og voru þær Katrín Ásbjörnsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir bestar á vellinum í þeim leik. Katrín er í liðinu í annað sinn í sumar, hún bæði skoraði og lagði upp í Mosó. Jasmín skoraði tvö og var valin best á vellinum.

Valur vann risasigur á KR, 9-1 og eru tvær úr Valsliðinu í liði umferðarinnar. Báðar eru þær það í annað sinn í sumar. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði tvö mörk og Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði eitt en lagði upp tvö.

ÍBV vann óvæntan 0-1 útisigur gegn Breiðabliki og var það Júlíana Sveinsdóttir sem skoraði sigurmarkið með frábæru skoti eftir þrettán mínútna leik. Lið gestanna var mjög öflugt varnarlega og er Ragna Sara Magnúsdóttir einnig í liðinu fyrir sinn þátt í sigrinum.

Keflavík og Selfoss gerðu jafntefli á Selfossi og eru tveir leikmenn gestaliðsins í liðinu. Elín Helena Karlsdóttir var öflug í vörninni og þá var Samantha Leshnak, sem er í liðinu í annað sinn í sumar, valin best á vellinum.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 1. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Athugasemdir