Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 23. maí 2023 20:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kimmich ósáttur við vinnubrögðin á bakvið tjöldin
Mynd: EPA

Tímabilið hjá Bayern Munchen hefur verið mikil vonbrigði en það stefnir í titlalaust tímabil í fyrsta sinn í meira en áratug.


Liðið féll úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Manchester City og í átta liða úrslitum þýska bikarsins gegn Freiburg.

Liðið er tveimur stigum á eftir Dortmund í 2. sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina.

Þýski miðillinn Sport1 segir frá því að Joshua Kimmich sé langt frá því að vera sáttur með vinnubrögð stjórnarinnar á þessari leiktíð. Julian Nagelsmann var látinn fara á tímabilinu og Thomas Tuchel tók við.

Hann er sáttur með Tuchel en hann biður bara um stöðugleika í þjálfaramálum.

Kimmich gekk til liðs við Bayern árið 2015 og er þetta í fyrsta sinn sem hann vinnur ekki titil með liðinu.


Athugasemdir