Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. júlí 2022 18:57
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Dagur byrjar á sigri - Nimes og G.A. Eagles unnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Go Ahead Eagles

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði OH Leuven sem lagði Kortrijk að velli í fyrstu umferð efstu deildar Belgíu í dag.


Jón Dagur spilaði fyrstu 79 mínútur leiksins og var þetta hans frumraun með félaginu eftir að hafa skipt yfir á frjálsri sölu úr danska boltanum.

Frábær byrjun hjá Leuven og verður spennandi að fylgjast með Jóni Degi í Belgíu í haust.

Kortrijk 0 - 2 Leuven
0-1 M. Maertens ('72)
0-2 M. Al-Tamari ('93)

Willum Þór Willumsson var þá í byrjunarliðinu hjá Go Ahead Eagles sem lagði Roda að velli í æfingaleik.

Willum Þór er nýlega genginn í raðir G.A. Eagles og verður áhugavert að fylgjast með honum í Hollandi.

Jón Daði Böðvarsson og félagar í Bolton gerðu þá jafntefli við Huddersfield á meðan Elías Már Ómarsson og Nimes sigruðu gegn UNFP.

G.A. Eagles 2 - 0 Roda
1-0 P. Rommens ('44)
2-0 I. Lidberg ('57)

Bolton 1 - 1 Huddersfield
0-1 D. Ward ('45)
1-1 Kieran Sadlier ('94)

Nimes 4 - 2 UNFP


Athugasemdir
banner
banner
banner