Leiknir hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Lengjudeildinni því Kári Steinn Hlífarsson er genginn í raðir félagsins. Samningur hans við Leikni gildir út tímabilið 2025.
Hann kemur frá Aftureldingu þar sem hann hefur verið síðan 2019. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki en var í tvö ár í Garðabænum áður en hann fór svo í Mosó.
Hann kemur frá Aftureldingu þar sem hann hefur verið síðan 2019. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki en var í tvö ár í Garðabænum áður en hann fór svo í Mosó.
Fyrr í dag varð ljóst að Jón Hrafn Barkarson væri farinn frá Leikni og væri genginn í raðir Stjörnunnar.
Kári Steinn er fæddur árið 1999 og var í nokkuð stóru hlutverki tímabilin 2020-2022. Hann missti af öllu tímabili vegna þrálátra meiðsla en sneri aftur í vetur. Hann kom við sögu í fjórum deildarleikjum og tveimur bikarleikjum fyrri hluta tímabilsins með Aftureldingu en hefur ekkert spilað síðan í lok maí.
Hann getur bæði spilað á miðjunni og kantinum. Alls á hann að baki 64 leiki í Lengjudeildinni og í þeim hefur hann skorað þrettán mörk.
Leiknir er í 10. sæti Lengjudeildarinnar með tólf stig. Kári er kominn með leikheimild fyrir nágrannaslaginn gegn ÍR á fimmtudag.
NEW PLAYER ANNOUNCEMENT ????
— Leiknir Reykjavík (@LeiknirRvkFC) July 24, 2024
Leiknir hefur fengið góðan liðsstyrk til liðsins en Kári Steinn Hlífarsson hefur skrifað undir samning við okkur Leiknisfólk.
Kári kemur frá Aftureldingu og segist vera gríðarlega spenntur fyrir fyrsta heimaleiknum á Leiknisvelli. ???? pic.twitter.com/Mrccylbjah
Athugasemdir