Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 23. júlí 2024 13:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kári Steinn í Leikni (Staðfest)
Lengjudeildin
Kári Steinn mættur í Leikni.
Kári Steinn mættur í Leikni.
Mynd: Leiknir
Leiknir hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Lengjudeildinni því Kári Steinn Hlífarsson er genginn í raðir félagsins. Samningur hans við Leikni gildir út tímabilið 2025.

Hann kemur frá Aftureldingu þar sem hann hefur verið síðan 2019. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki en var í tvö ár í Garðabænum áður en hann fór svo í Mosó.

Fyrr í dag varð ljóst að Jón Hrafn Barkarson væri farinn frá Leikni og væri genginn í raðir Stjörnunnar.

Kári Steinn er fæddur árið 1999 og var í nokkuð stóru hlutverki tímabilin 2020-2022. Hann missti af öllu tímabili vegna þrálátra meiðsla en sneri aftur í vetur. Hann kom við sögu í fjórum deildarleikjum og tveimur bikarleikjum fyrri hluta tímabilsins með Aftureldingu en hefur ekkert spilað síðan í lok maí.

Hann getur bæði spilað á miðjunni og kantinum. Alls á hann að baki 64 leiki í Lengjudeildinni og í þeim hefur hann skorað þrettán mörk.

Leiknir er í 10. sæti Lengjudeildarinnar með tólf stig. Kári er kominn með leikheimild fyrir nágrannaslaginn gegn ÍR á fimmtudag.

Athugasemdir
banner
banner