Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 23. júlí 2024 16:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Miður skemmtileg sjón þegar Alfons kom heim úr æfingaferð
Allt á bólakafi.
Allt á bólakafi.
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Heimkoma Alfonsar Sampsted úr æfingaferð með Twente var vægast sagt ekki skemmtilegt. Twente var við æfingar í Austurríki og sneri Alfons heim til Enschede á dögunum.

Það var hellidemba á svæðinu og kom Alfons til síns heima þar sem allt var á floti inn í geymslunni hans og bíllinn hans ónýtur vegna vatnstjóns.

„Bíllinn var á bílastæði sem er neðar en jarðhæðin. Það var búið að rigna og rigna og öll holræsi alveg stútfull. Dælan sem á að sjá um að dæla vatninu burt er ónýt af því að það flæddi í vikunni á undan. Ég kom heim og kíki á bílastæðið og sé bílinn á bólakafi með opið skottið, flýtur þarna einhvern veginn," sagði Alfons við Fótbolta.net.

„Við tók langt ferli að finna út úr því hvað við ættum að gera. Ég ræddi við slökkviliðið, svo eru það tryggingafélögin og svo aðili sem kom og sótti bílinn.

„Svo er ég með geymslu sem var stútfull af vatni, þar var vatn upp á tvo og hálfan metra. Slökkviliðið þurfti að koma og dæla vatninu út. Ég þarf að fara betur yfir hvort ég geti þrifið eitthvað af því sem var þar eða hvort það þurfi hreinlega að henda því."

„Bíllinn er allavega ónýtur, var dreginn í burtu og í staðinn fékk ég tímabundið Toyota Yaris."

„Núna er bara bið eftir að tryggingafélagið fari yfir þetta og lýsi því yfir að bílinn sé dauður. Þegar það er búið er hægt að leita að nýjum bíl. Svo er það ferli með öðru tryggingafélagi varðandi það sem var í geymslunni."

„Þetta er bara þvílíkt vesen og leiðinlegt, en þetta eru bara hlutir sem ég missti, ekkert sem hefur neitt tilfinningalegt gildi."

„Það voru aðrir sem fóru verr út úr því eins og maður sem átti geymslu við hliðina á minni. Sú var stútfull af málverkum og gömlum myndavélum, filmum og eldgömlum bíl sem afi hans átti. Svoleiðis slær mann aðeins harðar en að missa bara einhverja hluti,"
sagði Alfons.

Íslenski landsliðsbakvörðurinn er á leið inn í sitt annað heila tímabil í Hollandi en hann var keyptur til Twente frá Bodö/Glimt fyrir einu og hálfur ári síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner