Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. september 2021 19:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gallas vonar að Kane fari næsta sumar
Gallas í leik með Tottenham gegn Arsenal.
Gallas í leik með Tottenham gegn Arsenal.
Mynd: Getty Images
Harry Kane var mikið orðaður við Manchester City í sumar og það leit allt út fyrir að hann væri á leiðinni þangað.

City festi síðan kaup á Jack Grealish frá Aston Villa og þá var talið að liðið ætlaði sér ekki að ná í Kane.

Hann mætti seint til æfinga hjá Tottenham og var talið að það hafi verið í mótmælaskyni til að komast til City. Þessi brögð gengu ekki upp hjá honum og er hann enn leikmaður Tottenham í dag.

Hann hefur leikið fjóra leiki í deildinni á þessari leiktíð og ekki enn tekist að skora.

William Gallas fyrrum varnarmaður Tottenham segist vonast til að Kane fari frá félaginu næsta sumar hans vegna.

„Ég vona að hann fari næsta sumar, hans vegna. Ég æfði með honum hjá Tottenham þegar hann var ungur, meira segja sem ungur maður vissi hann alltaf hvað hann vildi. Hann vildi verða einn af bestu framherjum deildarinnar. Hann hefur þegar unnið gullskóinn nokkrum sinnum," sagði Gallas.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner