þri 23. nóvember 2021 22:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
John Fleck hné niður - Fluttur á sjúkrahús með meðvitund
John Fleck.
John Fleck.
Mynd: Getty Images
John Fleck, miðjumaður Sheffield United, var fluttur á spítala eftir að hann hné niður í leik í Championship-deildinni í kvöld.

Sheffield United mætti Reading og var leikurinn stoppaður í 11 mínútur eftir að Fleck féll til jarðar. Hann fékk læknisaðstoð og gat staðið upp með hjálp súrefnisgrímu.

Fleck, sem er þrítugur, var með meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús.

Leikurinn endaði með 1-0 sigri Sheffield United. Félagið ætlar að veita frekar upplýsingar um stöðu Fleck þegar þær berast.

Það hefur gerst í auknum mæli að undanförnu að fótboltamenn hnigi niður í miðjum leik. Það er mikið áhyggjuefni.
Athugasemdir
banner