Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 23. nóvember 2021 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Ronaldo og Sancho skutu Man Utd áfram
Ronaldo skoraði fyrra mark Man Utd.
Ronaldo skoraði fyrra mark Man Utd.
Mynd: EPA
Carrick stýrði Man Utd til sigurs.
Carrick stýrði Man Utd til sigurs.
Mynd: EPA
Bayern hefur unnið alla leiki sína í keppninni til þessa.
Bayern hefur unnið alla leiki sína í keppninni til þessa.
Mynd: EPA
Manchester United er búið að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur gegn Villarreal á útivelli í kvöld.

Það hefur mikið gustað um Man Utd síðustu vikur; úrslitin hafa ekki verið góð og var Ole Gunnar Solskjær látinn fara síðasta sunnudag. Michael Carrick stýrði United í leiknum.

Man Utd leit ekki vel út á löngum köflum í þessum leik og þurfti að treysta á David de Gea til að halda sér í leiknum og De Gea gerði það vel.

Villarreal var refsað fyrir að nýta ekki sín tækifæri og það var Cristiano Ronaldo sem sá um að gera það. Hann setti boltann yfir marvörð Villarreal á 78. mínútu eftir að Fred vann boltann. Ronaldo elskar Meistaradeildina og er búinn að koma United nokkrum sinnum til bjargar í keppninni á þessu tímabili.

Jadon Sancho átti líklega sinn besta leik í búningi Man Utd í kvöld. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í uppbótartímanum og gulltryggði sigurinn.

United verður á meðal liða þegar dregið verður í 16-liða úrslitin í desember. Þeir eiga eftir leik á móti Young Boys á heimavelli og munu með sigri þar vinna riðilinn.

Bayern fimm af fimm
Þýska stórveldið Bayern München fór til Þýskalands og barðist þar við Dynamo Kiev í snjókomu. Bayern hefur litið mjög vel út á tímabilinu og þeir tóku forystuna þegar Robert Lewandowski skoraði stórglæsilegt mark á 14. mínútu.

Kingsley Coman bætti við marki fyrir leikhlé og var staðan 0-2 þegar flautað var til hálfleiks.

Heimamenn náðu að minnka muninn á þegar 20 mínútur voru eftir en þeir komust ekki lengra og lokatölur því 1-2 fyrir Bayern sem hefur unnið alla leiki sína í riðlinum og er búið vinna hann.

Villarreal 0 - 2 Manchester Utd
0-1 Cristiano Ronaldo ('78 )
0-2 Jadon Sancho ('90 )

Dynamo K. 1 - 2 Bayern
0-1 Robert Lewandowski ('14 )
0-2 Kingsley Coman ('42 )
1-2 Denys Garmash ('70 )

Leikir kvöldsins:

F-riðill
20:00 Young Boys - Atalanta (Viaplay)

E-riðill
20:00 Barcelona - Benfica (Stöð 2 Sport 3)

G-riðill
20:00 Lille - Salzburg (Viaplay)
20:00 Sevilla - Wolfsburg (Viaplay)

H-riðill
20:00 Chelsea - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Malmo FF - Zenit (Stöð 2 Sport 4)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner