Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. nóvember 2021 21:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vegferð Isco hjá Real Madrid að enda - Neitaði að hita upp
Isco.
Isco.
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Isco verður líklega ekki leikmaður Real Madrid mikið lengur.

Hinn 29 ára gamli Isco verður samningslaus næsta sumar og mun þá væntanlega færa sig um set, ef það gerist ekki í janúar. Hann er búinn að spila með Real Madrid frá 2013.

El Nacional á Spáni segir frá því að Real Madrid sé búið að fá nóg af Isco; hegðun hans og frammistaða sé ekki nægilega góð. Hann hefur spilað lítið sem ekkert að undanförnu og neitaði hann að hita upp gegn Granada á dögunum.

Vegferð hans hjá Real Madrid er að enda og mun hann fara frá félaginu með Gareth Bale og Marcelo, sem eru einnig verða samningslausir.

Hann er hins vegar sagður mjög ánægður í Madríd og er tilbúinn að fara til Atletico Madrid. Hann er búinn að láta Diego Simeone, þjálfara Atletico, vita að hann hafi áhuga á því að koma til félagsins.

Hvort Atletico hafi áhuga, það er annað mál. Leikmaðurinn er með háar launakröfur og það gæti reynst erfitt að semja við hann. Það er allavega nokkuð ljóst að hann verður ekki áfram hjá Real.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner