Það var staðfest í morgun að færeyski landsliðsmaðurinn Patrik Johannesen væri genginn í raðir Breiðabliks frá Keflavík. Þessi 27 ára sóknarleikmaður skoraði 12 mörk fyrir Keflvíkinga í Bestu deildinni í sumar.
Patrik lýsti því yfir í viðtali við Fótbolta.net í október að sinn vilji væri að ganga í raðir Blika og nú hefur hann fengið þá ósk sína uppfyllta.
„Ég er gríðarlega ánægður og hlakka núna til að byrja að spila með Breiðabliki," segir Patrik í samtali við Fótbolta.net. Það var áhugi frá öðrum félögum, þar á meðal utan Íslands, en Breiðablik var alltaf efst á lista hans.
„Það voru önnur félög sem sýndu mér áhuga en Breiðablik var alltaf númer eitt fyrir mig."
Spila virkilega góðan fótbolta
Patrik var að ljúka sínu fyrsta tímabili á Íslandi þar sem hann vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu með Keflavík. Hann segir að fótboltinn sem Blikar spili sé það sem heilli hann mest.
„Þeir spila mjög góðan fótbolta og þetta er fótbolti sem hentar mér mjög vel," segir Patrik.
„Þeir eru með mjög góða leikmenn og ég taldi það Blikar myndi henta mér best. Ég veit að Óskar kunni mjög vel mig og vildi að ég yrði hluti af félaginu. Við ræddum saman þegar samkomulagið var í höfn og hugmyndir hans heilluðu mig mikið."
Ekki erfið ákvörðun að fara
Patrik segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að fara úr Keflavík. Hann er þakklátur félaginu en vildi taka næsta skref upp á víð á sínum ferli. Nokkrir lykilmenn eru farnir úr Keflavík og segir hann félagið vera óheppið hvað það varðar.
„Þetta var ekki ákvörðun, ég myndi ekki segja það. Ég vil alltaf þróa mig áfram sem leikmaður. Ég var tilbúinn að prófa eitthvað nýtt og takast á við aðra áskorun. Ég vil spila með liðsfélögum sem eru enn meiri gæði og þegar ég vissi að Breiðablik vildi fá mig, þá vildi ég bara að það færi í gegn."
„Ég held að það sé ekki einhver ein ástæða fyrir því að leikmenn eru að fara úr Keflavík. Þetta eru mjög góðir leikmenn sem hafa verið hjá félaginu. Ég held að þeir vilji prófa sig á stærri stöðum. Þetta er óheppni fyrir Keflavík að þetta sé allt að gerast á sama tíma."
Dýrasti leikmaður Íslandssögunnar?
Í íslenska fótboltanum eru upphæðir á milli félaga ekki gefnar upp. Dr. Football greindi frá því að Breiðabliki væri að borga um 11 milljónir króna fyrir Patrik en þá má álykta að hann sé dýrasti leikmaður sem hefur farið á milli félaga á Íslandi. Er einhver pressa sem fylgir því?
„Auðvitað er pressa þegar félagið kaupir mig, en mér líður vel með að vera kominn í Breiðablik. Það eru kröfur þegar þú kemur í félagið og ég mun gera allt til að hjálpa félaginu."
Valur var einnig sagt áhugasamt um Patrik en hann segist aldrei hafa heyrt í Hlíðarendafélaginu. „Nei, ég talaði ekki við Val."
„Væntinganar eru miklar. Breiðablik varð meistari í ár og auðvitað vill félagið vinna aftur á næsta ári. Við erum í öllum keppnum till að vinna þær," segir Patrik en hann er kominn í Breiðablik til að skora og leggja upp mörk, og jú til að vinna titla.
Athugasemdir