Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Emilía Kiær komin á blað hjá Leipzig
Mynd: RB Leipzig
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir gekk til liðs við RB Leipzig frá Nordsjælland um áramótin og hún spilaði æfingaleik með liðinu gegn Slavia Prag í dag.

Hún kom liðinu yfir eftir tuttugu mínútna leik en leiknum lauk með 3-3 jafntefli. Þýska deildin hefst aftur í byrjun febrúar en fyrsti leikur Leipzig er Íslendingaslagur gegn Bayern þann 2. febrúar.

Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn þegar Al-Qadsiah gerði markalaust jafntefli gegn Eastern Flames í Sádí-Arabíu. Al Qadsiah er í 4. sæti deildarinnar með 19 stig eftir 12 umferðir.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á sínum stað í markinu hjá Inter gegn Juventus í toppslag. Juventus vann leikinn 2-0. Inter er með 34 stig í 2. sæti eftir 16 umferðir en liðið er sjö stigum á eftir Juventus sem situr á toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner