Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 24. febrúar 2023 12:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Manchester
Alexander Helgi mættur til landsins og semur við Blika
Alexander Helgi.
Alexander Helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Helgi Sigurðarson er, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, mættur til landsins og er við það að gera tveggja ára samning við uppeldisfélagið sitt. Fótbolti.net fjallaði fyrst um heimkomu Alexanders fyrir tveimur vikum síðan.

Hann hefur að undanförnu verið í námi í Svíþjóð en ætlar að gera hlé á náminu og spila með Íslandsmeisturunum í sumar.

Hann er 26 ára djúpur miðjumaður sem hefur spilað með Breiðabliki allan sinn feril á Íslandi, ef frá er talin seinni hluti tímabilsins 2016 og fyrri hluti tímabilsins 2018. Sautján ára gamall fór hann í akademíuna hjá hollenska félaginu AZ Alkmaar og var þar í þrjú tímabil. Hann lék þá á sínum tíma átján leiki fyrir yngri landsliðin.

Hann var í lykilhlutverki hjá Blikum áður en hann hélt til Svíþjóðar eftir tímabilið 2021, fór í nám og lék með Vasalund í þriðju efstu deild Svíþjóðar.
Athugasemdir
banner