Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
banner
   mán 24. mars 2025 18:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Englands: Reece James byrjar sinn fyrsta leik í rúm tvö ár
Reece James er í byrjunarliðinu
Reece James er í byrjunarliðinu
Mynd: EPA
England leikur sinn annan leik undir stjórn Thomas Tuchel í kvöld þegar liðið mætir Lettlandi í undankeppni HM.

Hann gerir fjórar breytingar á liðinu sem vann Albaníu í fyrsta leiknum. Reece James byrjar sinn fyrsta landsleik í rúm tvö ár en hann hefur verið að kljást mikið við meiðsli.

Þá koma Marc Guehi, Morgan Rogers, sem er í fyrsta sinn í byrjunarliði Englands, og Jarrod Bowen inn fyrir Kyle Walker, Phil Foden, Dan Burn og Curtis Jones.

England lagði Albaníu 2-0 í fyrsta leik og Lettland lagði Andorra 1-0.

England: Pickford, James, Konsa, Guehi, Lewis-Skelly, Rice, Bellingham, Rogers, Bowen, Kane, Rashford.
Varamenn: D. Henderson, Trafford, Walker, Foden, J. Henderson, Burn, Colwill, Eze, Jones, Gibbs-White, Solanke, Quansah.
Athugasemdir
banner
banner
banner