Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 24. júní 2022 10:45
Elvar Geir Magnússon
Allt ljómar með Ómar við stjórnvölinn - HK unnið fjóra í röð
Lengjudeildin
Ómar Ingi Guðmundsson.
Ómar Ingi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK vann 3-1 sigur gegn Kórdrengjum í Lengjudeildinni í gær en þetta var fjórði sigur liðsins í röð. HK trónir á toppi deildarinnar með fimm sigra í fyrstu sjö umferðunum.

HK hefur leikið fimm leiki undir stjórn Ómars Inga Guðmundssonar sem er bráðabirgðaþjálfari liðsins. Liðið tapaði gegn Gróttu í fyrsta leiknum undir hans stjórn en hefur síðan tekið á flug og unnið fjóra leiki í röð.

Ómar tók við keflinu af Brynjari Birni Gunnarssyni sem fór til Svíþjóðar og tók við Örgryte. Ómar var aðstoðarmaður Brynjars og hélt áfram með þá vinnu sem þeir tveir höfðu unnið.

Ómar er 35 ára og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann starfað við þjálfun í mörg ár og er yfirþjálfari HK.

Ekki er vitað hvað stefnu HK ætlar að taka, hvort Ómar verði ráðinn til frambúðar eða hversu lengi hann verði sem bráðabirgðaþjálfari. Haraldur Örn Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net, ræddi við Ómar eftir sigurinn í gær og spurði hann út í stöðuna.

„Ég held bara áfram. Það verður bara skoðað það ef eitthvað losnar eða eitthvað kemur í ljós. Ég er búinn að segja við þá að ég er alveg til í að fá inn annan mann með mér ef það finnst einhver laus. En við erum ekkert að stressa okkur á þessu ég, Kári, Sandor og Birkir. Allur hópurinn er bara að vinna saman í þessu núna þannig það verður bara að koma í ljós. Við verðum bara saman í þessu þangað til og fókusum bara á það að ganga vel í leikjum," sagði Ómar.

Ómar hefur metnað til þess að byggja sinn þjálfaraferil og vera aðalþjálfari en segir að stjórnin ráði hvaða leið verði farin.

„Já að sjálfsögðu (hef ég metnað til þess) annars væri ég ekki í þessu. Ég hef metnaðinn fyrir því en ég er samt ekkert að pönkast í þeim. Ég er búinn að vera í þessu í hálft ár þegar ég tek við sem aðstoðarþjálfari Brynjars svo er þetta hálft ár saman þegar hann fer út. Ég er alveg til í að fá meiri reynslu sem aðstoðarþjálfari áður en ég tek við einhverju til langtíma. En það er bara heiður að stýra uppeldisklúbbnum þannig ég er bara ótrúlega stoltur og ánægður og ég ætla bara að halda áfram að leggja mitt að mörkum svo félagið getur farið á þann stað sem það vill vera á."
Ómar Ingi: Ég hef metnaðinn en er ekkert að pönkast í þeim
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner