Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 24. september 2023 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Verðum að þroskast sem lið
Mynd: EPA

Mauricio Pochettino var vonsvikinn en ekki pirraður eftir 0-1 tap Chelsea á heimavelli gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag.


Slök byrjun liðsins undir stjórn Pochettino heldur því áfram en meiðslahrjáð lið Chelsea er aðeins komið með fimm stig eftir sex fyrstu umferðir tímabilsins.

Það eru margir leikmenn frá vegna meiðsla og bættust Nicolas Jackson og Malo Gusto við fjarverulista næsta leiks með því að krækja sér í spjöld í dag. Jackson náði í sitt fimmta gula spjald í sex úrvalsdeildarleikjum og fer í sjálfkrafa leikbann, rétt eins og Gusto sem fékk að líta beint rautt spjald fyrir hættulega tæklingu.

„Við verðum að þroskast sem lið, ekki bara sem einstaklingar. Nicolas (Jackson) er ungur leikmaður sem er ennþá að finna taktinn í ensku úrvalsdeildinni, hann á margt eftir ólært og þarf meiri tíma. Ungir leikmenn þurfa að gera mistök til að geta lært af þeim," sagði Pochettino að leikslokum. „Við erum með ungt lið og ég hef ekki neinar efasemdir um að þessi hópur muni gera frábæra hluti í framtíðinni.

„Við getum samt ekki falið okkur frá því að stuðningsmenn vilja sjá úrslit strax. Það er á okkar ábyrgð að snúa genginu við sem fyrst, við megum ekki kenna VAR eða dómaranum um, við þurfum að skora mörk. Við erum í þannig stöðu að við verðum að byrja að vinna leiki sem fyrst."

Pochettino var þó sáttur við spilamennsku sinna manna í tapinu en segir að það vanti eingöngu að skora mörk. 

„Ég er ekki pirraður, bara vonsvikinn. Mér fannst við vera betra liðið allan leikinn. Strákarnir lögðu allt í sölurnar og stóðu sig vel þó við höfum verið að spila leikmanni færri, sem er alltaf erfitt.

„Við vitum að við getum skilað topp frammistöðu en eina sem okkur vantar er að skora mark. Við þurfum að halda áfram að leggja hart að okkur og hlutirnir munu breytast."

Chelsea á næst heimaleik við Brighton í enska deildabikarnum og útileiki gegn Fulham og Burnley áður en liðið tekur á móti Arsenal í Lundúnaslag.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner