Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fim 24. október 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umfjöllun
Þú færð báða hópa í hendurnar: Hvernig er liðið?
Gunnar Vatnhamar í vinstri bakverði. Getur það klikkað?
Gunnar Vatnhamar í vinstri bakverði. Getur það klikkað?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Víkingur R.
Á sunnudaginn fer fram algjör risaleikur í Bestu deild karla þegar Víkingur og Breiðablik mætast. Þetta er líklega stærsti leikur íslenska fótboltans síðan 2014 þegar FH og Stjarnan áttust við í svipuðum slag.

Þetta er leikur sem mun skera úr um það hvaða lið verður Íslandsmeistari. Víkingar eru með yfirhöndina þar sem þeir eru með betri markatölu en liðin eru jöfn að stigum fyrir þennan síðasta leik mótsins.

Það er alltaf klassík að setja saman sameiginlegt byrjunarlið þegar svona stór leikur er framundan. Það er svo sannarlega hægara sagt en gert með þessi tvö lið.

Skoðum þetta aðeins. Hugmyndin er sem sagt bara sú að þú ert þjálfari í Bestu deild karla og ert með stóran leikmannahóp með öllum leikmönnum Breiðabliks og Víkings, og þú ert að fara í þennan úrslitaleik. Hvernig myndirðu stilla upp byrjunarliðinu?



Þetta er bara mat hjá undirrituðum; sjö Víkingar og fjórir Blikar. Þjálfarinn er svo Arnar Gunnlaugsson en Halldór Árnason er á sínu fyrsta tímabili með Blika og hefur gert stórkostlega hluti í sumar.

Þetta er svo sannarlega ekki auðvelt val en hvernig væri þitt lið?
Athugasemdir
banner