Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 25. mars 2023 11:20
Aksentije Milisic
Kante spilaði sinn fyrsta leik í sjö mánuði - Liðsfélagar mættu að styðja
Mynd: EPA

Franski miðjumaðurinn N’golo Kante spilaði í gær sinn fyrsta leik í sjö mánuði en hann hefur verið meiddur frá því í ágúst mánuði á síðasta ári.


Kante hefur enn ekki náð að spila leik undir stjórn Graham Potter en nú styttist óðum í það. Hann var í leikmannahópi liðsins í síðasta deildarleik gegn Everton en kom ekkert við sögu.

Kante spilaði í æfingaleik í gær með aðalliðinu en Mason Mount og Thiago Silva voru mættir í stúkuna að fylgjast með. Mount var í treyju merktri Kante eins og má sjá hér fyrir neðan. Vonandi fyrir Chelsea er þessi frábæri miðjumaður að komast aftur í stand.

Kante er 31 árs en hann gekk í raðir Chelsea árið 2016 frá Leicester City þar sem hann gerði sér lítið fyrir og vann deildina. Þá hefur hann gert slíkt hið saman hjá Lundúnarliðinu.Athugasemdir
banner
banner