Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. júlí 2022 18:53
Ívan Guðjón Baldursson
Horsens vann Íslendingaslag - Varalið Dortmund byrjar á stigi
Mynd: Horsens

Horsens og Lyngby áttust við í Íslendingaslag í annarri umferð dönsku Ofurdeildarinnar og höfðu heimamenn betur með marki í fyrri hálfleik.


Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Horsens og spilaði fyrstu 70 mínútur leiksins. Sævar Atli Magnússon kom inn af bekknum á 81. mínútu í liði Lyngby en tóst ekki að gera jöfnunarmark þrátt fyrir mikinn sóknarþunga undir lokin

Freyr Alexandersson er aðalþjálfari Lyngby eftir að hafa komið þeim upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Liðið er með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar og var óheppið að gera ekki jöfnunarmark í dag.

Horsens 1 - 0 Lyngby
1-0 Anders Jacobsen ('21)

Í Þýskalandi lék Kolbeinn Birgir Finnsson allan leikinn með varaliði Borussia Dortmund sem er í C-deildinni.

Kolbeinn, 22 ára, lék í þriggja manna varnarlínu Dortmund í 1-1 jafntefli gegn Wehení fyrstu umferð tímabilsins. 

Wehen 1 - 1 Dortmund2
1-0 G. Nilsson ('56)
1-1 Elongo-Yombo ('77)


Athugasemdir
banner
banner
banner