Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   sun 25. ágúst 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - City og Spurs eiga leiki í beinni
Englandsmeistarar Manchester City heimsækja Bournemouth í dag og geta farið upp í sjö stig eftir þrjár umferðir með sigri.

Man City hefur verið yfirburðarlið í ensku úrvalsdeildinni undanfarin ár og virðist Liverpool eina félagið sem getur haldið haus yfir heilt tímabil.

Liverpool er komið með níu stig en City tapaði tveimur stigum í 2-2 jafntefli gegn Tottenham.

Tottenham, sem getur einnig komist í sjö stig, á þá heimaleik á móti Newcastle sem margir búast við að falli úr deildinni.

Á sama tíma mætast Wolves og Burnley og er mögulegt að Jóhann Berg Guðmundsson verði í byrjunarliði Burnley.

Jói Berg skoraði í 3-0 sigri á Southampton í fyrstu umferð en átti ekki sérlega góðan leik gegn Arsenal á Emirates og var skipt útaf eftir 71 mínútu.

Leikir dagsins:
13:00 Bournemouth - Man City (Síminn Sport)
15:30 Tottenham - Newcastle (Síminn Sport)
15:30 Wolves - Burnley
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner