Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 25. ágúst 2024 00:02
Brynjar Ingi Erluson
Bowen og Soucek komu boltastráknum til bjargar
Leikmennirnir björguðu boltastráknum
Leikmennirnir björguðu boltastráknum
Mynd: Getty Images
Mikil mildi þykir að ekki fór verr þegar auglýsingaskilti hrundi ofan á boltastrák er West Ham fagnaði öðru marki sínu í 2-0 sigrinum á Crystal Palace á Selhurst Park í Lundúnum í dag.

West Ham skoraði tvö mörk á fimm mínútum en í seinna markinu fögnuðu leikmenn West Ham með því að hlaupa að auglýsingaskilti á Selhurst Park þar sem stuðningsmenn West Ham voru staðsettir.

Boltastrákur Palace sat upp við skiltið þegar stuðningsmennirnir hrundu á það, sem var til þess að skiltið fór ofan á strákinn, en West Ham-mennirnir Tomas Soucek og Bowen, sáu til þess að ekki fór verr.

„Ég náði að grípa í hann og draga hann út eins fljótt og ég mögulega gat. Þetta voru bara ósjálfráð viðbrögð. Ég hitti hann eftir leikinn. Hann er brosandi með treyjuna mína, þannig er hann er í góðu lagi sem er bara frábært.“

„Ég ætla ekki að fara kenna stuðningsmönnum West Ham um. Þeir voru bara að fagna og ætluðu sér aldrei að kremja strákinn, sem þeir höfðu ekki hugmynd um að væri þarna,“
sagði Bowen við BBC.

Hægt er að sjá myndband af þessu atviki hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner