Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   fös 25. október 2024 15:22
Elvar Geir Magnússon
Útlit fyrir „alveg skínandi veður“ þegar barist verður um skjöldinn
Mynd sem var tekin í Víkinni í vikunni.
Mynd sem var tekin í Víkinni í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru allir og ömmur þeirra að tala um úrslitaleik Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaraskjöldinn en leikið verður 18:30 á sunnudagskvöld.

Nú þegar nóvember er handan við hornið er allra veðra von og því um að gera að skoða veðurspána fyrir þennan stórleik.

„Það er útlit fyrir alveg skínandi veður á sunnudaginn," segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku.

„Hæg N-átt og sól yfir daginn með ´1 til +2°C. Kólnar vissulega með kvöldinu og má gera ráð fyrir í skjólinu góða í Fossvogsdalnum að það verði rétt undir frostmarki á meðan á leiknum stendur. Kannski tveggja stiga frost í lok hans. Helst er óvissa með frostið, en það verður í það minnsta þurrt og mjög sennilega líka hægur vindur."

Hægt er að fylgjast með spánni á Blika.is fram að leik.

Heimavöllur Víkings er á afskaplega skjólsælum stað og ekki skemmir það fyrir. Það er útlit fyrir flott fótboltaveður á sunnudag og mikil spenna í loftinu. Um er að ræða hreinan úrslitaleik en Víkingi dugir þó jafntefli til að verja titilinn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner