Það eru allir og ömmur þeirra að tala um úrslitaleik Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaraskjöldinn en leikið verður 18:30 á sunnudagskvöld.
Nú þegar nóvember er handan við hornið er allra veðra von og því um að gera að skoða veðurspána fyrir þennan stórleik.
Nú þegar nóvember er handan við hornið er allra veðra von og því um að gera að skoða veðurspána fyrir þennan stórleik.
„Það er útlit fyrir alveg skínandi veður á sunnudaginn," segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku.
„Hæg N-átt og sól yfir daginn með ´1 til +2°C. Kólnar vissulega með kvöldinu og má gera ráð fyrir í skjólinu góða í Fossvogsdalnum að það verði rétt undir frostmarki á meðan á leiknum stendur. Kannski tveggja stiga frost í lok hans. Helst er óvissa með frostið, en það verður í það minnsta þurrt og mjög sennilega líka hægur vindur."
Hægt er að fylgjast með spánni á Blika.is fram að leik.
Heimavöllur Víkings er á afskaplega skjólsælum stað og ekki skemmir það fyrir. Það er útlit fyrir flott fótboltaveður á sunnudag og mikil spenna í loftinu. Um er að ræða hreinan úrslitaleik en Víkingi dugir þó jafntefli til að verja titilinn.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 27 | 19 | 5 | 3 | 63 - 31 | +32 | 62 |
2. Víkingur R. | 27 | 18 | 5 | 4 | 68 - 33 | +35 | 59 |
3. Valur | 27 | 12 | 8 | 7 | 66 - 42 | +24 | 44 |
4. Stjarnan | 27 | 12 | 6 | 9 | 51 - 43 | +8 | 42 |
5. ÍA | 27 | 11 | 4 | 12 | 49 - 47 | +2 | 37 |
6. FH | 27 | 9 | 7 | 11 | 43 - 50 | -7 | 34 |
Athugasemdir