Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   þri 25. nóvember 2025 14:32
Elvar Geir Magnússon
Þeir leikmenn sem eru óánægðastir með Alonso nafngreindir
Xabi Alonso og Vinícius Junior.
Xabi Alonso og Vinícius Junior.
Mynd: EPA
Xabi Alonso, stjóri Real Madrid.
Xabi Alonso, stjóri Real Madrid.
Mynd: EPA
Spænskir fjölmiðlar segja vaxandi óánægju vera innan leikmannahóps Real Madrid með nýja stjórann Xabi Alonso sem er með öðruvísi áherslur og nálgun en forverar hans.

Real Madrid er án sigurs í síðustu þremur leikjum en er þó á toppi spænsku deildarinnar, stigi á undan Barcelona.

Leikmannahópur Real Madrid ku tvístrast þegar kemur að aðferðarfræði og leikaðferð Alonso. Hann er kröfuharður og með mikinn aga í sinni nálgun.

Mundo Deportivo segir að Vinicius Junior, Fede Valverde, Brahim Díaz, Rodrygo, Endrick og Ferland Mendy séu þeir leikmenn sem eru óánægðastir með Alonso.

Valverde hefur verið spilað talsvert úr stöðu á meðan Díaz og Rodrygo hafa vermt varamannabekkinn. Þá er Endrick út í kuldanum.

Helsti gagnrýnandi Alonso er þó Vinícius Jr og sagt að hann vilji ekki framlengja samning sinn, sem er til 2027, á meðan Alonso heldur um stjórnartaumana. Vinícius er með sterkt samband við forseta Real Madrid, Florentino Perez, og mun hafa rætt um stöðuna við hann.

Vinicius var tekinn af velli á 72. mínútu í El Clasico og leyndi ekki pirringi sínum og fór beint inn í göngin. Þegar hann gekk í átt að klefanum heyrðist í honum segja „Ég mun yfirgefa félagið, það er fyrir bestu." - Úr varð mikið fjölmiðlafár.

En spænska blaðið nefnir einnig leikmenn sem standa við bakið á Alonso og eru mög ánægðir með hann. Þar á meðal er Kylian Mbappe og þá eru Dean Huijsen, Alvaro Carreras, Arda Guler og Thibaut Courtois einnig nefndir.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 13 10 2 1 28 12 +16 32
2 Barcelona 13 10 1 2 36 15 +21 31
3 Villarreal 13 9 2 2 26 11 +15 29
4 Atletico Madrid 13 8 4 1 25 11 +14 28
5 Betis 13 5 6 2 20 14 +6 21
6 Espanyol 13 6 3 4 17 16 +1 21
7 Getafe 13 5 2 6 12 15 -3 17
8 Athletic 13 5 2 6 12 17 -5 17
9 Real Sociedad 13 4 4 5 17 18 -1 16
10 Elche 13 3 7 3 15 16 -1 16
11 Sevilla 13 5 1 7 19 21 -2 16
12 Celta 13 3 7 3 16 18 -2 16
13 Vallecano 13 4 4 5 12 14 -2 16
14 Alaves 13 4 3 6 11 12 -1 15
15 Valencia 13 3 4 6 12 21 -9 13
16 Mallorca 13 3 3 7 13 20 -7 12
17 Osasuna 13 3 2 8 10 16 -6 11
18 Girona 13 2 5 6 12 25 -13 11
19 Levante 13 2 3 8 16 24 -8 9
20 Oviedo 13 2 3 8 7 20 -13 9
Athugasemdir
banner