Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. mars 2023 09:40
Ívan Guðjón Baldursson
Kahn: Getum ekki sætt okkur við frammistöðuna
Mynd: EPA

Oliver Kahn, goðsagnakenndur markvörður og núverandi framkvæmdastjóri FC Bayern, gaf fjölmiðlum útskýringar á brottrekstri Julian Nagelsmann úr þjálfarastól Bayern á dögunum.


Thomas Tuchel var ráðinn í staðinn eftir að hafa starfað fyrir Chelsea, PSG og Borussia Dortmund á undanförnum árum.

„Julian er topp þjálfari og við erum með topp leikmannahóp en þetta ástand var ekki viðunandi. Við studdum 100% við bakið á Julian frá fyrstu sekúndu sem hann var ráðinn en núna er staðan þannig að við urðum að taka bestu ákvörðunina fyrir félagið. Við teljum að þetta sé sú ákvörðun," sagði Kahn.

„Við erum með eitt af bestu liðum í Evrópu en úrslitin voru alltof misjöfn. Við getum ekki sætt okkur við frammistöðu liðsins á þessu ári. Ef heildarmyndin er skoðuð höfum við aðeins unnið 5 af 10 leikjum í deildinni á árinu. Það er ekki nógu gott."

Nagelsmann hefur meðal annars verið orðaður við starfið hjá Tottenham sem gæti losnað á næstu vikum.


Athugasemdir
banner